Hjólaði á bíl
Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Karlmaður sem hjólaði yfir götu tók ekki eftir bifreið sem ekið var eftir götunni og hjólaði á hana. Hann fann til verkja eftir óhappið og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Annar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á ljósastaur. Fjarlægja varð bifreiðina með dráttarbifreið.
Þá var bifreið ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks. Ökumenn sluppu ómeiddir.