Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólað milli flugvalla
Miðvikudagur 9. maí 2012 kl. 09:44

Hjólað milli flugvalla

- Starfsfólk Isavia hjólar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar á upphafsdegi hjólað í vinnuna



Starfsfólk Isavia á suðvesturhorninu hyggst hjóla frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar á upphafsdegi hjólað í vinnuna átaksins, í dag 9. maí. Starfsfólk sem er staðsett í Reykjavík verður flutt með rútu að Flugstöð Leifs Eiríkssonar rétt fyrir hádegið og svo leggur hópurinn af stað frá flugstöðinni klukkan 13.00. Áætlað er að hópurinn renni í hlað á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16.00. 44 hafa skráð sig til þátttöku í átakinu.

Drykkjarstöð verður á miðri leið, við Vatnsleysuströnd, auk þess sem hópurinn verður þéttur við Álverið í Straumsvík og hjólað í samfloti í gegnum höfuðborgarsvæðið.

Leiðin í heild er um 50 kílómetra löng og stefnt er að því að ferðin taki um þrjár klukkustundir.

Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi og stýrir jafnframt flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024