Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólað af stað kl. 03 í nótt
Laugardagur 3. júní 2006 kl. 23:15

Hjólað af stað kl. 03 í nótt

Fjórmenningarnir frá Brunavörnum Suðurnesja og lögreglunni í Keflavík og af Keflavíkurflugvelli eru þessa stundina komnir undir sæng og eru í draumalandinu að búa sig undir átök næstu tíu sólarhringa. Þeir Sigmundur Eyþórsson, Jóhannes A. Kristbjörnsson, Júlíus Júlíusson og Gestur Pálmason munu leggja upp í hringferð um landið á hjólum í nótt. Fyrr í dag tóku þeir æfingahring um Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð sem tókst vel. Greint er frá þeirri ferð í pistli frá hjólreiðamönnunum á slóðinni: http://vf.is/hjolad/

Mæting er á slökkvistöðina í Keflavík í nótt kl. 03 og áætlað að leggja þá þegar að stað: Í pistli frá hjólreiðamönnunum segir um upphaf ferðarinnar: Vegna veðuraðstæðna var ákveðið að leggja upp í nótt, kl. 03:30 nánar tiltekið. Viljum við einnig komast Reykjanesbrautina og í gegnum höfuðborgina áður en umferðarþunginn fer að reynast okkur hættulegur. Ætlunin er að Gestur leiði okkur sveitamennina frá Reykjavíkinni um Heiðmörkina. Þaðan er stefnan sett út úr bænum en vindafar ræður því hvort við förum Hellisheiðina eða Þrengslin áleiðis til Selfoss þar sem sjúkraflutningamenn, æ ég meina slökkviliðsmenn taka á móti okkur með virktum.

Að lokinni þjóðhöfðinglegri móttöku á Selfossi (vonandi) og með heita máltíð í maganum hjólum við áfram eftir suðurlandinu áleiðis til Hellu en tökum
okkur síðan næturstað á Hótel Rangá sem er á milli Hellu og Hvolsvallar. Vegna brottfaratímans verðum við vonandi komnir þessa 180 km fyrir síðdegisteið og getum eytt því sem eftir er dagsins að meta stöðuna, hvernig hjólreiðarnar gengu fyrir sig, hvar skrokkarnir eru aumastir OG hvað var að marka veðurspána. Þá er alveg mögulegt að við hvílum þreytta fætur og afturenda í heitum potti einhverja stund.

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur við Sparisjóðinn í Keflavík. Númer hans er 1109-05-411115 og kennitalan er 610269-3389.

Fylgist með ferðalaginu á http://vf.is/hjolad/

Video: Lagt upp í æfingarhringinn í dag frá Sparisjóðnum í Keflavík

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024