Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólabrettagarður rís í Sandgerði
Föstudagur 7. júlí 2017 kl. 16:53

Hjólabrettagarður rís í Sandgerði

Undirbúningvinna er hafin af hjólabrettagarði við Grunnskólann í Sandgerði. Stefnt er að því að hann verði tilbúinn í þessum mánuði. Þess má geta að hjólabrettagarðurinn og hoppudýnan voru mál sem Ungmennaráð Sandgerðisbæjar kom á dagskrá og lagði áherslu á við bæjarstjórn að ósk barnanna í Sandgerði.

Ungmennaráð er hvergi nærri hætt og er í fullum undirbúningi með Hverfisleikana sem Ungmennaráð mun standa fyrir á Sandgerðisdögum. Hverfisleikarnir er skemmtilegt mót milli hverfa bæjarins, fyrir alla fjölskylduna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024