Hjóla 50 kílómetra til vinnu
Starfsfólk Isavia á suðvesturhorninu lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar nú um klukkan 13:00 á upphafsdegi hjólað í vinnuna átaksins. Starfsfólk sem er staðsett í Reykjavík var flutt með rútu að Flugstöð Leifs Eiríkssonar og svo lagði hópurinn af stað frá flugstöðinni eftir hádegi.
Áætlað er að hópurinn renni í hlað á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16.00. 44 hafa skráð sig til þátttöku í átakinu. Ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá hjólagörpunum og hér má sjá nokkra af þeim sem ætla sér að hjóla þessa 50 kílómetra en stefnt er að því að ferðin taki um þrjár klukkustundir.
VF-Myndir: Hilmar Bragi