Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hjóla- og göngustígur í uppnámi vegna afturköllunar landeiganda á samþykki
Sambærilegur hjóla- og göngustígur hefur verið lagður milli Garðs og Sandgerðis og tengir þessi tvö hverfi Suðurnesjabæjar. Bið verður á að stígur verði lagður frá Vogum í Brunnastaðahverfi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 7. ágúst 2020 kl. 15:28

Hjóla- og göngustígur í uppnámi vegna afturköllunar landeiganda á samþykki

Á framkvæmdaáætlun þessa árs hjá Sveitarfélaginu Vogum var gert ráð fyrir að leggja nýjan göngu- og hjólreiðastíg milli Voga og Brunnastaðahverfis, meðfram Vatnsleysustrandarvegi. Hér er um að ræða stíg sem er 2,5 m. á breidd, þar sem annar helmingurinn er ætlaður gangandi vegfarendum en hinn helmingurinn hjólreiðamönnum.

Stígurinn liggur að lang stærstum hluta innan s.k. veghelgunarsvæðis, en það er það svæði beggja megin við veginn sem tilheyrir veginum og er þar með á forsjá Vegagerðarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þó er á örfáum stöðum nauðsynlegt að sveigja stíginn lítillega út fyrir þetta svæði, og fara með því inn á lönd í einkaeigu. Leitað var samþykkis landeigenda fyrir þessum frávikum, og var svo komið að allir voru búnir að samþykkja. Þá gerðist það að einn landeigandi afturkallaði samþykki sitt, sem þýðir að framkvæmdin er í uppnámi,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann skrifar.

Vegagerðin hefur þegar samþykkt myndarlegan styrk vegna framkvæmdarinnar, enda er hann til þess fallinn að auka til muna öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem ferðast um þessar slóðir. Það lítur því út fyrir að ekkert verði af framkvæmdinni, að óbreyttu, segir bæjarstjórinn.