Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 5. apríl 2004 kl. 08:42

Hjartað passaði ekki

Ekkert varð úr hjartaskiptaaðgerð Helga Einars Harðarsonar í gærkvöldi þar sem hjarta sem græða átti í Helga passaði ekki. Helgi hélt með einkaflugvél til Gautaborgar um kvöldmatarleytið í gær, en hann hefur verið á biðlista eftir nýju hjarta í eitt ár. Að sögn Sigurbjargar Ásgeirsdóttur móður Helga kom í ljós að hjartað passaði ekki þegar Helgi var í þann mund að leggjast á skurðarborðið. Í dag mun Helgi og móðir hans ræða við lækna á sjúkrahúsinu í Gautaborg og sagðist Sigurbjörg í samtali við Víkurfréttir búast við að þau kæmu heim næstu daga. Helgi mun áfram verða á biðlista eftir nýju hjarta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024