Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 21:00
HJÁLMURINN BJARGAÐI
Sjö ára piltur úr Njarðvíkunum missti stjórn á hjóli sínu á Tjarnargötu og lenti í árekstri við steypt grindverk Hrauntúns tvö með þeim afleiðingum að öryggishjálmurinn brotnaði. Pjakkur stóð eftir ómeiddur og hjálmurinn sannaði gildi sitt þó efast megi um ferðalög 7 ára pilts á hjóli í umferðinni.