Hjálmlaus og réttindalaus
 Tveir ökumenn voru gær stöðvaðir af Suðurnesjalögreglu fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Mældust þeir á 139 og 136 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Þurfa ökumennirnir að greiða sitthvorar 90 þúsund krónurnar í sekt.
Tveir ökumenn voru gær stöðvaðir af Suðurnesjalögreglu fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Mældust þeir á 139 og 136 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Þurfa ökumennirnir að greiða sitthvorar 90 þúsund krónurnar í sekt. Þá hafði lögreglan afskipti af ungum réttindalausum ökumanni létts bifhjóls á Ægisgötunni í gærkvöldi. Hann var ekki heldur með hjálm á höfði. Akstur hans stöðvaður og tal haft af foreldrum hans.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				