Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjálmarnir hafa sannað gildi sitt
Laugardagur 2. júní 2012 kl. 12:40

Hjálmarnir hafa sannað gildi sitt

Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu fyrstu bekkingum allra grunnskóla í Reykjanesbæ á annað hundrað hjálma fyrir framan húsnæði klúbbana að Iðavöllum 3 sl. fimmtudag.  Það voru þakklát og glöð börn sem tóku við hjálmunum sínum í sól og blíðu.

Yfir 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis í gegn um árin.  Hjálmarnir hafa nú þegar sannað gildi sitt og eru börnin hvött til að nota þá þegar þau fara á reiðhjól, hlaupahjól, línuskauta og hjólabretti.






Björn er forseti Keilis, Jóhanna er forseti Vörðu og Ragnar Örn er umdæmisstjóri Kiwanis í umdæminu Ísland Færeyjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024