Hjálmar vill lýsa upp vegi á Suðurnesjum: Eykur umferðaröryggið
Hjálmar Árnason (B), alþingismaður Reyknesinga lagði nýlega fram fyrirspurn á Alþingi um kostnað á lýsingu á vegum á Suðurnesjum, þ.e. við Grindavíkurveg, Garðskagaveg frá Reykjanesbraut að Garði og frá Garði að Sandgerði og Sandgerðisveg, frá Reykjanesbraut að Sandgerði. Árlegur rekstrarkostnaður þessara vega yrði samanlagður 6,2 millj. kr. og stofnkostnaður 186 millj. kr.
Að sögn Hjálmars er þessi fyrirspurn aðeins fyrsta skrefið í þessu máli en síðan verður farið í að þrýsta málinu áfram sem kynni að taka langan tíma.
„Eftir að Reykjanesbrautin var lýst hafa allir fundið og séð hvílkur munur er að aka þar um, einkum í myrkri, snjó eða rigningu. Slysahættan er einfaldlega minni og öryggi meira. Sveitarstjórnir og fólk á Suðurnesjum er mjög í mun um að halda áfram að lýsa þjóðvegi á Suðurnesjum út frá þessum sjónarmiðum“, segir Hjálmar og bendir á að umferðarþungi hafi einnig aukist töluvert á undanförnum árum og nægir þar t.d. að benda á allt ferðafólkið sem fer í Bláa lónið og fjölmarga Garðbúa og Sandgerðinga sem starfa í Reykjanesbæ.
„Í raun eru ljósin milli Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis nánast lýsing innanbæjar, slík er umferðin þar. Tilgangur minn með þessari fyrirspurn er sem sagt að hreyfa við málinu og setja
stefnuna á frekari lýsingu vega á Suðurnesjum“, segir Hjálmar.
Að sögn Hjálmars er þessi fyrirspurn aðeins fyrsta skrefið í þessu máli en síðan verður farið í að þrýsta málinu áfram sem kynni að taka langan tíma.
„Eftir að Reykjanesbrautin var lýst hafa allir fundið og séð hvílkur munur er að aka þar um, einkum í myrkri, snjó eða rigningu. Slysahættan er einfaldlega minni og öryggi meira. Sveitarstjórnir og fólk á Suðurnesjum er mjög í mun um að halda áfram að lýsa þjóðvegi á Suðurnesjum út frá þessum sjónarmiðum“, segir Hjálmar og bendir á að umferðarþungi hafi einnig aukist töluvert á undanförnum árum og nægir þar t.d. að benda á allt ferðafólkið sem fer í Bláa lónið og fjölmarga Garðbúa og Sandgerðinga sem starfa í Reykjanesbæ.
„Í raun eru ljósin milli Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis nánast lýsing innanbæjar, slík er umferðin þar. Tilgangur minn með þessari fyrirspurn er sem sagt að hreyfa við málinu og setja
stefnuna á frekari lýsingu vega á Suðurnesjum“, segir Hjálmar.