Laugardagur 18. desember 2004 kl. 14:43
Hjálmar í Stapa
Hljómsveitin Hjálmar mun skemmta Suðurnesjamönnum í Stapa á sínu lokaballi fyrir jól í kvöld. Húsið opnar á miðnætti og er 18 ára aldurstakmark inn. Miðaverð er kr. 1500,-
Hjálmar eru eitt heitasta bandið á Íslandi um þessar mundir og því tilvalið að beina skemmtanaspjótunum að Stapa í kvöld.