Hjálmar efstur hjá Sjálfstæðismönnum í Grindavík
Lögreglumaðurinn Hjálmar Hallgrímsson mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjör flokksins fór fram í dag. 358 greiddu atkvæði og voru 15 kjörseðlar ógildir. Atkvæði fóru á þennan veg:
1. Hjálmar Hallgrímsson með 185 atkvæði í 1. sæti.
2. Guðmundur Pálsson með 168 atkvæði í 1-2. sæti.
3. Jóna Rut Jónsdóttir með 144 atkvæði í 1-3. sæti.
4. Þórunn Svava Róbertsdóttir með 176 atkvæði í 1-4. sæti.
5. Sigurður Guðjón Gíslason með 213 atkvæði í 1-5. sæti.
6. Klara Halldórsdóttir með 250 atkvæði í 1-6. sæti.