Hjálmar Árnason stýrir starfsgreinaháskóla
Starfsgreinaháskóli verður stofnaður á flugvallarsvæðinu við Keflavík. Hjálmar Árnason alþingismaður hefur verið ráðinn forstöðumaður skólans sem taka á til starfa í haust. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.
Hjálmar hefur þegar tekið til starfa við undirbúning stofnunar skólans en gert er ráð fyrir því að starfsgreinaháskólinn verði hluti af stærra skólasamfélagi á svæðinu. Hjálmar hættir á Alþingi eftir kosningarnar 12. Maí, hann hefur setið á þingi í 12 ár.
Hjálmar hefur þegar tekið til starfa við undirbúning stofnunar skólans en gert er ráð fyrir því að starfsgreinaháskólinn verði hluti af stærra skólasamfélagi á svæðinu. Hjálmar hættir á Alþingi eftir kosningarnar 12. Maí, hann hefur setið á þingi í 12 ár.