Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjálmar Árnason kominn til þingstarfa að nýju
Fimmtudagur 27. apríl 2006 kl. 09:25

Hjálmar Árnason kominn til þingstarfa að nýju

Hjálmar Árnason tók í gær sæti á Alþingi á nýjan leik eftir veikindaleyfi, en Hjálmar fékk hjartaáfall í lok febrúar sl.
„Mér sýnist að þetta sé allt í gamalkunnugu fari. Það er stutt eftir af þinginu og greinilega örlítil spenna,“ hefur mbl.is eftir Hjálmari í morgun.

Hann segir það blendna tilfinningu að snúa aftur til starfa að loknu veikindaleyfinu. „Ég er búinn að hafa það svo gott og vera í góðri endurhæfingu, heima hjá mér fyrst og fremst, sem og í Hveragerði. Ég er í því að ganga og geng 5–7 kílómetra á hverjum einasta degi og er afskaplega glaður og bjartsýnn,“ segir hann. Veikindin hafi orðið til þess að hann hafi endurmetið lífsviðhorf sitt og forgangsröðun hlutanna. „En það er gaman að koma aftur í vinnuna en ég hef alltaf haft gaman af því að vinna. En þetta verður nú stutt, snarpt og mjög hefðbundið,“ segir Hjálmar Árnason í samtali við mbl.is.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024