Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 27. október 2003 kl. 16:09

Hjálmar Árnason: Hissa og verulega áhyggjufullur

„Ég er bæði undrandi og hissa í senn og verulega áhyggjufullur,“ segir Hjálmar Árnason alþingismaður vegna frétta um uppsagnir hjá Varnarliðinu. „Það kemur mér á óvart að svona skuli gerast í ljósi þess sem fram hefur komið hjá háttsettum mönnum innan Bandaríkjastjórnar að málið í heild sé til endurskoðunar. Ég held að menn hafi almennt túlkað það sem svo að það yrðu óverulegar breytingar þar til þessi heildarendurskoðun færi fram. Þess vegna hefur maður verið frekar rólegur og þetta segir manni það að þeir embættismenn sem vildu loka stöðinni séu enn að krukka í málum. Það hefur svo sem áður gerst að tilkynningar hafi borist um uppsagnir, sem síðan hafa verið dregnar til baka þegar nást fram fjárveitingar að utan.“ Hjálmar segist munu ræða við utanríkisráðherra og óska eftir skýringum. „Ég mun óska eftir skýringum um þetta mál, sérstaklega í ljósi þess að menn hafa túlkað ummæli bandarískra ráðamanna sem svo að hér yrði frekar mikill stöðugleiki þar til heildarendurskoðun á herafla bandaríkjamanna hefði farið fram. Þetta er á skjön við það og ég mun leita eftir skýringum og ég hygg að Utanríkisráðuneytið muni fara fram á skýringar á þessu,“ sagði Hjálmar í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024