Fimmtudagur 23. febrúar 2006 kl. 15:44
Hjálmar Árnason fékk hjartaáfall

Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og þingflokksformaður flokksins, fékk hjartaáfall síðast liðna nótt og verður frá þingstörfum í nokkrar vikur. Fréttastofa NFS greindi frá þessu nú áðan. Er líðan Hjálmars stöðug að sögn fréttastofunnar og er hann úr hættu.
Varaþingmaður hans, Ísólfur Gylfi Pálmason, mun gegna þingstörfum í forföllum hans.