Hjálmanotkun 12 ára og eldri ábótavant
Samtals voru 45 börnum í 1. bekk Grunnskóla Grindavíkur gefnir reiðhjólahjálmar við formlega athöfn í skólanum sínum nú í vikunni. Rauði krossinn í Grindavík gaf börnunum hjálmana og fékk lögregluna til að vera viðstadda og fræða börnin um nauðsyn þess að nota hjálma.Notkun reiðhjólahjálma hefur aukist talsvert undanfarið en ennþá vantar talsvert upp á það. Sérstaklega vantar upp á að börn 12 ára og eldri noti hjálma, segir í dagbók lögreglunnar í Keflavík.