Hjallatún fagnar fimm ára afmæli
Leikskólinn Hjallatún í Reykjanesbæ hélt í dag upp á fimm ára afmæli sitt, og bauð af því tilefni í opið hús. Þar komu foreldrar, systkyni, fyrrum nemendur og fleiri í heimsókn og fengu að kynnast starfinu.
Gerður Pétursdóttir, leikskólastjóri, hélt stutta tölu þar sem hún kynnti m.a. nýja námsskrá skólans sem þau hafa tekið saman. Hún er aldursskipt og byggir á Fjölgreindarkenningu Howards Gardner sem gengur út frá því að greind mannsins samanstandi af átta eða fleiri jafngildum greindarsviðum, til dæmis rýmisgreind og tilfinningagreind.
Afhenti Gerður Árna Sigfússyni, bæjarstjóra og formanns fræðsluráðs, eintök af námsskránni og sagði Árni að starfið á Hjallatúni væri afar atyglisvert og hann myndi kynna það fyrir fræðsluráði.
Myndir frá deginum má finna í Myndasafni Víkurfrétta efst á síðunni.