Hjáleiðir opnaðar framhjá mögulegum holrýmum í Grindavík
Búið er að opna hjáleiðir í Grindavík inn í Dalbraut og Laut og frá Laut inn í Sunnubraut eins og kort hér að ofan sýnir.
Ekið er frá Víkurbraut framhjá lögreglustöðinni og bakvið Kvennó inn á Dalbraut. Frá syðri botnlanga Lautar er síðan hægt að aka til austurs inn í botnlanga Sunnubrautar.
Víkurbraut við Dalbraut og Sunnubraut verða áfram lokaðar vegna sterkra vísbendinga um holrýma undir götunni. Þetta kom í ljós í jarðkönnunarverkefni Almannavarna.
Athugið að hjáleiðirnar eru mjóar og engin skilti eða merkingar eru á staðnum. Akið því með gát, segir á vef Grindavíkurbæjar.
Nánari upplýsingar um aðgengi er hægt að sjá á https://eflamap.is/sprungusja/ eða hafa samband við bæjarskrifstofu í síma 420-1100.
Einnig gefur vettvangsstjórn upplýsingar í síma 426-7511.