Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hitti Cousteau í London
Mánudagur 5. apríl 2004 kl. 10:20

Hitti Cousteau í London

Tómas Knútsson formaður Bláa hersins hitti um síðustu helgi frakkan Jean-Michel Cousteau á köfunarsýningunni London Dive show sem fram fór í London, en Cousteau er einn fremsti núlifandi verndunarsinni hafsins.  Tómas færði Cousteau minjagrip úr hafinu umhverfis Ísland, hvalbein með klukku. Í samtali við Víkurfréttir sagði Tómas að Cousteau hafi verið mjög heillaður af starfi Bláa hersins og að hann hafi hvatt samtökin til frekari dáða. „Hann ítrekaði hlutverk þeirra sem hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á ráðamenn sveitarfélaga og stjórnmálamenn. Hlutverk sem snýst um velferð náttúrunnar, umgengni við hana og kynningu á henni til handa komandi kynslóðum,“ sagði Tómas, en Cousteau vildi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt við bakið á starfi Bláa hersins og hvatti hann alla aðila til áframhaldandi samvinnu. „Mér er það bæði ljúft og skylt að taka orð þessa fremsta núlifandi baráttumanns um verndun hafsins sem hvatningu til að halda minni baráttu áfram og hvetja jafnframt aðra til hins sama.“

Myndin: Tómas Knútsson ásamt Jean-Michel Cousteau á London Dive show í London.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024