Hiti við frostmark
Klukkan 6 var suðvestan átt, víða 10-15 m/s og él vestantil, en skýjað á köflum um austanvert landið. Hiti frá 3 stigum niður í 2 stiga frost, svalast inn til landsins.
Veðurhorfur á Suðvesturlandi næsta sólarhring:
Suðvestan 5-10 en vestan 8-13 í kvöld og á morgun. Él. Hiti við frostmark í dag en heldur kaldara á morgun.
Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar og sýnir hvernig veðrið á að vera kl. 18 í dag.