Hiti kringum frostmark
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Austan 5-13, hvassast sunnantil. Bjartviðri. Hiti kringum frostmark með sjónum en annars allt að 10 stiga frost.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan og suðaustan 3-10. Skýjað með köflum. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag og fimmtudag:
Austan og norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við S-ströndina. Dálítil él við suður- og austurströndina, en bjartviðri V-lands. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust við SV-ströndina.
Á föstudag:
Austlæg átt. Snjókoma austanlands en annars úrkomulítið. Vægt frost.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Suðaustanátt með rigningu eða slyddu um S- og V-vert landið en annars úrkomulítið. Hlýnar í veðri.
---
Ljósmynd/elg – Ísnálar á bandspotta.