Hiti fer hækkandi
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu. Bjart verður með köflum en víða síðdegisskúrir.
Norðaustan 3-8 m/s á morgun.
Hiti 10 til 17 stig, en 2 til 8 í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Norðaustan 3-8 m/s, skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif síðdegis.
Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-lands.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðlæg átt og fremur svalt. Rigning öðru hverju N- og A-lands, en skýjað með köflum og stöku skúrir annars staðar.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.
Af www.vedur.is