Hiti 8 til 15 stig
Sunnan 8-15 m/s og rigning á Snæfellsnesi, en annars úrkomulítið við Faxaflóa. Sunnan og suðvestan 5 til 13 á morgun og fer að rigna síðdegis. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 8-13 og lítilsháttar súld með köflum. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Hæg vestlæg átt. Skýjað V-lands og þokubakkar úti við ströndina, en yfirleitt léttskýjað eystra. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á SA-landi.
Á mánudag (annar í hvítasunnu), þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir hæviðri og milt veður. Bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna.
Á fimmtudag:
Ákveðin austanátt og rigning með S-ströndinni, en annars hægviðri og þurrt. Áfram milt í veðri.
Á föstudag:
Búast má við suðlægri átt með vætu víða á landinu.