Hiti 2 til 7 stig en heldur svalara á morgun
Á Garðskagavita voru VNV 8 og rúmlega 6 stiga hiti kl. 8
Klukkan 6 í morgun var vestlæg átt, 8-13 víðast hvar, en um 20 á nokkrum stöðum, og mest 27 á Rauðanúpi á Melrakkasléttu. Léttskýjað var á Austurlandi, Norðurlandi Vestra, og norðanverðum Vestfjörðum en annars skýjað að mestu. Svalast var eins stigs hiti á Hjarðarlandi og Fíflholti á Mýrum en hlýjast 12 gráður á Reykjum í Fnjóskadal.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestlæg átt, 5-10 m/s. Hvassari um tíma í kvöld og nótt. Súld með köflum og hiti 2 til 7 stig en heldur svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi á annesjum norðanlands og og á stöku stað suðaustanlands. Veðurspá: Vestlæg átt víða 10-18 m/s, en allt að 23 á nyrstu annesjum. Einnig má búast við hvössum vindhviðum suðaustan og austanlands. Súld með köflum vestantil, einkum í nótt. en annars skýjað og þurrt að mestu. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast suðaustanlands. Lægir og kólnar heldur á morgun.
Mynd: Undir kvöld í gær lagðist yfir Reykjanesbæ þessi annarlega bleika birta. Myndin er tekin í Njarðvík.
VF-mynd: elg