Hiti 12-18 stig í dag
Í morgun var hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað var norðan- og austantil og sums staðar þokusúld, en léttskýjað suðvestanlands. Hiti 5 til 11 stig, hlýjast sunnanlands.
Yfirlit
Milli Jan Mayen og Noregs er 1022 mb hæð og önnur 1019 mb hæð er staðsett á sunnanverðu Grænlandshafi. Um 150 km austur af Dalatanga er minnkandi 1009 mb smálægð sem fer N.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðvestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjartviðri suðvestan- og vestanlands, en annars skýjað og víða rigning eða þokusúld, einkum norðaustanlands. Þykknar heldur upp vestanlands þegar kemur fram á daginn og sums staðar síðdegisskúrir. Skýjað með köflum og stöku skúrir á morgun. Hiti víða 12 til 20 stig, en svalara við norður- og austurströndina.
Mynd: Veðrið kl. 06 í morgun