Hiti 10 til 15 stig, lítil breyting á veðri
Faxaflói: Hægviðri, skýjað að mestu og dálitlar skúrir, en skýjað með köflum á morgun og yfirleitt þurrt. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag og laugardag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og dálitlar skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast í innsveitum.
Á sunnudag:
Hæg norðaustlæg átt, skýjað og þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil væta í flestum landshlutum. Milt í veðri.