Hiti 10-18 stig
Veðrið á suðvesturhorninu næsta sólarhring
Hægviðri eða hafgola og bjart með köflum, en skúrir síðdegis, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 18 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Gengur í norðaustan 3-10 m/s. Þykknar upp með lítilsháttar vætu NA- og A-lands. Bjart að mestu annars staðar, en skúrir síðdegis á S-verðu landinu. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast SV-til.
Á föstudag og laugardag:
Norðan 5-10 m/s og rigning eða súld með köflum, en þurrt og bjart S- og V-lands. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast S-lands.