Hiti 0-5 stig
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið: Austan 5-10 m/s og skýjað, en líkur á dálítilli rigningu sunnantil, einkum í dag og nótt. Hiti 0 til 5 stig, en um frostmark í uppsveitum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 3-8 m/s og skýjað með köflum. Hiti 1 til 5 stig, en nálægt frostmarki í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Fremur hæg austlæg átt og léttskýjað með köflum, en dálítil él um austanvert landið. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Hvessir sunnanlands með slyddu eða rigningu um kvöldið og hlýnandi veðri.
Á fimmtudag:
Austan- og norðaustanátt, 8-15 m/s, en hvassari norðvestanlands og við suðausturströndina. Slydda eða rigning með köflum, einkum sunnanlands og hiti 0 til 6 stig síðdegis, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Minnkandi norðanátt, en áfram hvasst norðvestanlands. Slydda eða snjókoma, en þurrt að mestu sunnan- og suðvestanlands. Vægt frost til landsins fyrir norðan, en annars o til 5 stiga hiti, hlýjast við suður- og austurströndina.
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt og yfirleitt þurrt, en él norðan- og austantil. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg eða breytileg átt með éljum norðan- og austanlands. Kalt í veðri.