Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hitaveitan semur við ÍAV um jarðboranaverkefni
Fimmtudagur 2. júní 2005 kl. 11:40

Hitaveitan semur við ÍAV um jarðboranaverkefni

Íslenskir aðalverktakar og Hitaveita Suðurnesja hafa undirritað samning um borun á sjótökuholum á Reykjanesi. Í febrúar var efnt til útboðs um borun á tíu holum til töku á ferskvatnsblönduðum sjó til öflunar kælivatns vegna Reykjanesvirkjunar sem nú er í byggingu. Að afloknu útboði, Þar sem kostnaðaráætlun var rúmar 200 milljónir, var ákveðið að ganga til samninga við ÍAV en tvö tilboð bárust í verkið, frá Jarðborunum og ÍAV. Tilboð ÍAV reyndist hagstæðara og er 91,5% af áætlun. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í ágúst 2005.

Með samningi þessum er ÍAV að vinna að verkefni í jarðborunum í fyrsta sinn. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að verkefnið sé í takt við þá stefnu fyrirtækisins að sækja inn á nýjan markað og stuðla enn frekar að uppbyggingu fyrirtækisins og áframhaldandi vexti. Verkefnið fellur vel að kjarnastarfsemi fyrirtækisins og mun þekking starfsmanna nýtast vel í verkefni þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024