Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hitaveitan semur um „vopnahlé“ við náttúruverndarfólk
Þriðjudagur 27. september 2005 kl. 11:22

Hitaveitan semur um „vopnahlé“ við náttúruverndarfólk

Hitaveita Suðurnesja hf (HS hf), Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að HS hf skuldbindur sig til að leggja allt að 2 km langan jarðstreng frá virkjuninni innan 8-10 ára að því gefnu að rannsóknir á jarðskjálftavirkni og yfirborðshita á svæðinu leiði í ljós að slíkt sé tæknilega framkvæmanlegt.

Aðilar máls telja þetta samkomulag marka tímamót í samskiptum framkvæmdaaðila og náttúruverndarsamtaka.  Samkomulagið felur í sér sátt þar sem tekið er tillit til sjónarmiða allra málsaðila. Með samkomulaginu taka Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd tillit til hagsmuna HS hf um tímaramma vegna sölu raforku til Norðuráls á  Grundartanga. Á hinn bóginn tekur HS hf tillit til sjónarmiða Náttúruverndarsamtakanna og Landverndar sem telja brýnt til lengri tíma litið vegna náttúruverndarsjónarmiða og hagsmuna útivistarfólks að unnt sé að njóta Reykjanessins án loftlínu þar sem umhverfisáhrif hennar eru afturkræf og yrðu þá afmáð innan 8-10 ára.

Skipaður verður samráðshópur sem verður falið að finna heppilegustu leiðina fyrir línuna sem þarf að reisa, kanna viðhorf ferðamanna og útivistarfólks til línunnar og annarra mannvirkja á svæðinu, vöktun á áflugshættu fyrir fugla, vöktunar á skjálftavirkni yfirborðsjarðhita með tilliti til áhættu við lagningu jarðstrengs og ítarlegt kostnaðarmat á mismunandi valkostum til að draga úr sjónrænum áhrifum háspennulínu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024