Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hitaveitan: Rennur hlutur Hafnfirðinga inn í REI?
Miðvikudagur 10. október 2007 kl. 09:57

Hitaveitan: Rennur hlutur Hafnfirðinga inn í REI?

Ef Hafnarfjörður tekur tilboði Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á 15% eignarhlut Hafnfirðinga í Hitaveitu Suðurnesja gæti svo farið að hann myndi renna til Reykjavík Energy Investment. Þetta kemur fram í frétt í Fréttablaðinu í dag, en þar segir einnig að Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, séu ósamstíga í þessu máli.

Vilhjálmur telur það ekki koma til greina að hluturinn renni í REI ef af kaupunum verður. Hann verði áfram undir OR. Hjörleifur segir hins vegar að ljóst sé að hluturinn mun renna inn í REI skv. samningum um sameiningu Geysis Green Energy og REI.

Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði sagði í samtali við Víkurfréttir fyrir skemmstu að bærin hafi enn ekki tekið afstöðu til tilboðsins, en sú vinna stæði yfir. Aðrir hluthafar í HS höfðu þegar fallið frá forkaupsrétti á hlutnum vegna þessara kaupa.

Þá má ekki líta framhjá því að ef að Hafnarfjörður hafnar tilboðinu eru þeir, ásamt Reykjanesbæ að sjálfsögðu, með forkaupsrétt að hlut OR og GGE í HS, en hvorki Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, útiloka að til slíkra ráða gæti verið gripið ef atburðarásin hugnast þeim ekki.

Heimild: Fréttablaðið
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024