Hitaveitan gagnrýnd fyrir sölu á bréfum í SPKEF
Grétar Mar Jónsson, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Hitaveitu Suðurnesja fyrir að selja hlut sinn í Sparisjóði Keflavíkur fyrir of lágt verð. Þetta kemur fram í fréttum RUV í morgun.
Stofnfé í Sparisjóðs Keflavíkur var aukið fyrir þessi áramót. Forkaupsrétt áttu þeir sem áttu í Sparisjóðnum fyrir og gátu þeir keypt á umtalsvert lægra verði en meðalgengi á stofnfjárbréfum. Það var því nokkur áhugi á að komast yfir stofnfé áður en að aukningunni kom.
Skömmu fyrir jól seldi Hitaveitan Fiskmarkaði Suðurnesja 5% hlut sinn í Sparisjóði Keflavíkur á genginu 6,8. Grétar gagnrýnir þetta og vísar til þess að á sama tíma og Hitaveitan hafi selt sín bréf á genginu 6,8 hafi lífeyrissjóðurinn Festi selt jafnstóran hlut á genginu 8,2, að því er fram kemur í frétt RUV
Haft er eftir Júlíusi Jónssyni, forstjóri HS, að verðið hafi verið það hæsta sem fengist hafi fyrir bréf í Sparisjóðnum fram að því og þetta hafi verið fullkomlega eðlileg viðskipti. Þótt einhverjum hafi síðar tekist að fá meira fyrir sín bréf sé ekkert við því að segja.
VF-mynd:elg