Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hitaveitan gæti orðið þrískipt
Þriðjudagur 9. september 2008 kl. 11:54

Hitaveitan gæti orðið þrískipt



Nýlega samþykkt lög á auðlinda og orkusviði koma til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Hitaveitu Suðrunesja og í raun gjörbreyta henni.


Í kjölfar lagabreytingarinnar þarf að vinna að nýju framtíðarskipulagi fyrirtækisins, sem í raun gæti orðið þrískipt. Líklega mun starfsemin í meginatriðum skiptast í tvo sjálfstæða lögaðila en lönd og réttindi fyrirtækisins gætu verið utan þeirra. Þetta segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, í pistli sem hann skrifar í Fréttaveituna, fréttabréf HS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Samkvæmt nýju lögunum þarf að aðskilja einkaleyfisstarfsemi (raf-, hita,- og vatnsveitu) frá samkeppnisstarfsemi (framleiðslu og sölu á raforku). Kveðið er á um að starfsemin verði formlega aðskilin í sjálfstæð fyrirtæki.


Þá hafa lögin í för með sér takmarkanir á eignarhaldi auðlinda á orkusviði, þannig að ríki og sveitarfélögum er óheimilt að selja vatnsréttindi sem gefa umfram 10 MW og jarðhita umfram heimils- og búsþarfir.  Þá kveða lögin á um að opnberir aðilar skuli ávallt eiga meirihluta í fyrirtækjum í veiturekstri með sérleyfi.



Júlíus segir í pistli sínum að vegna  óvissu um eignarhald fyrirtækisins, þar sem allt að 32% hlutafjárins „eru á floti“, sé áhugi fyrir því að þessar breytingar taki gildi um áramót og þá sem hluti af lausn á eignarhaldsmálum HS.  Tímarammi laganna er hins vegar til 1. júlí 2009, þ.e. orkufyrirtækin hafa aðlögunarfrest fram að þeim tíma.