Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hitaveita Suðurnesja: Tilboði Geysis Green Energy tekið
Mánudagur 30. apríl 2007 kl. 14:46

Hitaveita Suðurnesja: Tilboði Geysis Green Energy tekið

Gengið hefur verið að tilboði Geysis Green Energy, sem átti hæsta tilboð í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, að upphæð 7.617.000.000. Þetta er langt yfir næst-hæsta tilboði, 4.705.000.000, sem var frá félaginu Suðurnesjamenn ehf. sem hefur Sparisjóðinn í Keflavík, Vísi, Kaupfélag Suðurnesja og fleiri meðal aðstandenda. Eignarhaldsfélag HS (Landsbankinn, Hörður Jónsson og Örn Erlingsson) bauð 4.655.000.000 og Saxbygg ehf bauð 2.760.600.000

Nú eiga sveitarfélögin sem eiga þegar hlut í HS og Hitaveitan sjálf forkaupsrétt að hlutnum en það mun ráðast síðar hvort slíkt tilboð verður lagt fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024