Hitaveita Suðurnesja tekur 3,5 milljarða kr. að láni hjá Norræna fjárfestingabankanum
Hitaveita Suðurnesja hf. og Norræni fjárfestingabankinn (NIB) undirrita nú í hádeginu lánasamning að jafnvirði 40 milljóna evra eða rúmlega 3,5 milljarðar íslenskra króna. Lánið, sem er til 15 ára og afborgunarlaust til ársins 2009, verður greitt út í tveimur hlutum á árunum 2004 og 2005 og vaxtakjörin eru 6 mánaða erlendir millibankavextir með mjóg hóflegu álagi.
Lán þetta tekur Hitaveita Suðurnesja hf til að fjármagna hluta 100 MW virkjunar sinnar á Reykjanesi, en gert er ráð fyrir að þessi lántaka endurspegli um helming lánsfjárþarfar fyrirtækisins vegna virkjunarinnar. Unnið er að útvegun frekara lánsfjár og hefur Íslandsbanki aðstoðað fyrirtækið við gerð mjög ítarlegs kynningarefnis um verkefnið, fyrirtækið sjálft, jarðhitavinnslu á Íslandi og annað það er máli skiptir í viðræðum við erlendar lánastofnanir um lánveitingu til slíks verkefnis.
Mjög gott samstarf hefur verið um árabil milli NIB og Hitaveitu Suðurnesja hf og er þetta þriðja lántaka fyrirtækisins hjá NIB, en á árinu 1989 lánaði bankinn fyrirtækinu um 500 milljónir króna og árið 1998 um 1 milljarð króna, en á þessu tímabili hefur Hitaveita Suðurnesja hf ekki tekið önnur langtímalán. Fyrir hönd NIB undirritar Jón Sigurðsson bankastjóri lánssamninginn en fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja hf þeir Ellert Eiriksson stjórnarformaður og Júlíus Jónsson forstjóri.
Lán þetta tekur Hitaveita Suðurnesja hf til að fjármagna hluta 100 MW virkjunar sinnar á Reykjanesi, en gert er ráð fyrir að þessi lántaka endurspegli um helming lánsfjárþarfar fyrirtækisins vegna virkjunarinnar. Unnið er að útvegun frekara lánsfjár og hefur Íslandsbanki aðstoðað fyrirtækið við gerð mjög ítarlegs kynningarefnis um verkefnið, fyrirtækið sjálft, jarðhitavinnslu á Íslandi og annað það er máli skiptir í viðræðum við erlendar lánastofnanir um lánveitingu til slíks verkefnis.
Mjög gott samstarf hefur verið um árabil milli NIB og Hitaveitu Suðurnesja hf og er þetta þriðja lántaka fyrirtækisins hjá NIB, en á árinu 1989 lánaði bankinn fyrirtækinu um 500 milljónir króna og árið 1998 um 1 milljarð króna, en á þessu tímabili hefur Hitaveita Suðurnesja hf ekki tekið önnur langtímalán. Fyrir hönd NIB undirritar Jón Sigurðsson bankastjóri lánssamninginn en fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja hf þeir Ellert Eiriksson stjórnarformaður og Júlíus Jónsson forstjóri.