Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hitaveita Suðurnesja kaupir rafveituhluta Selfossveitna
Miðvikudagur 30. júní 2004 kl. 22:17

Hitaveita Suðurnesja kaupir rafveituhluta Selfossveitna

Bæjarstjórn Árborgar og fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja h/f  hafa samþykkt að HS kaupi rafveituhluta Selfossveitna. Umsamið söluverð er 615 milljónir króna. 

Kaupsamningur með fullnaðarútfærslu allra þeirra atriða er kaupin varða og þjónustusamningar sem kaupunum fylgja verða lagðir fyrir viðkomandi bæjaryfirvöld í Árborg og hluthafafund HS til staðfestingar áður en kaupin taka formlega gildi.  Stefnt er að því að samningar milli aðila geti tekið gildi eigi síðar en 1. september 2004.

Andvirði hins selda hluta verður að 2/3 hlutum greitt með peningum og 1/3 hluta með hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja h/f.  Samkomulag hefur orðið um að hlutabréf verði metin á genginu 2,0.  Jafnframt hefur orðið samkomulag um að frá og með gildistöku sölunnar lækki verðlag á veitusvæði Selfossveitna til jafns við verðlag í Vestmannaeyjum eða um 10 %. Ekki er gert ráð fyrir breytingum í starfsmannahaldi aðila.

Fulltrúar eigenda Selfossveitna líta á hlutabréfaeign í HS sem langtímafjárfestingu í öflugu orkufyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika.  Jafnframt eru bæjarfulltrúar sammála um að handbært fé vegna sölunnar verði nýtt til niðurgreiðslu skulda en einnig til brýnna verkefna í sveitarfélaginu s.s. til fjármögnunar á hinum nýja Sunnulækjarskóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024