Hitaveita Suðurnesja borar í Reykjanesfólkvangi
Hitaveita Suðurnesja hefur sótt um leyfi til Umhverfisstofnunar til að hefja tilraunaboranir í á 300 ferkílómetra svæði á Reykjarnesi, sem að hluta nær inn á Reykjanesfólkvang.
Verið er að leita að bestu stöðunum til að reisa virkjanir fyrir álver Norðuráls í Helguvík.Nú þegar hefur Hitaveitan fengið framkvæmdaleyfi í Trölladyngju og hefur borað þar eina holu.
Stjórn Reykjanesfólkvangs óttast afleiðingarnar og vill að svæðinu verði þyrmt. Landvernd er að vinna að ályktun um málið.
Af vef RUV.