Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. október 2000 kl. 14:48

Hitaveita Suðrnesja yfirtekur Rafveitu Hafnarfjarðar

Undanfarið hafa staðið yfir viðræður milli sjórnar Hitaveitu Suðurnesja og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um möguleika á sameiningu Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnarfjarðar.Sá árangur hefur náðst í þessum viðræðum að nú hefur verið samin áætlun um sameiningu fyrirtækjanna og stofnun hlutafélags um rekstur þeirra. Áætlunin var nú í morgun lögð fyrir stjórn HS og Bæjarráð Hafnarfjarðar til kynningar og síðar ákvörðunar. Allar ákvarðanir eru háðar samþykki allra eigenda Hitaveitu Suðurnesja sem eru öll sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt ríkissjóði. Einnig þarf samþykki Alþingis þar sem Hitaveita Suðurnesja starfar samkvæmt lögum sem binda bæði félagsform og eignarhluti. Áætlunin gerir ráð fyrir að Hitaveita Suðurnesja verði gerð að hlutafélagi og yfirtaki rekstur Rafveitu Hafnarfjarðar og eignir en Hafnarfjarðarbær verði eigandi að 1/6 hluta hlutafjár í hinu nýja hlutafélagi. Í fyrirliggjandi samrunaáætlun er gert ráð fyrir að sameinað fyrirtæki, Hitaveita Suðurnesja hf. taki til starfa 1. janúar 2001. MP verðbréf hf. hafa leitt viðræður og annast tæknilegan undirbúning.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024