RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Hitaveita með eldgos í bakgarðinum
Á myndinni má sjá eldgosið í bakgarði orkuversins og hluta af varnargarðinum sem er ætlað að verja innviðina í Svartsengi. VF/Ísak Finnbogason
Fimmtudagur 4. apríl 2024 kl. 10:19

Hitaveita með eldgos í bakgarðinum

Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst að kvöldi laugardagsins 16. mars, er enn í gangi og hefur staðið í næstum þrjár vikur. Gossprungan var í upphafi goss um 3,5 kílómetrar. Á fyrstu klukkustundum gossins rann hraun yfir Grindavíkurveg norðan varnargarða við Svartsengi.  Nú gýs aðeins í tveimur gígum við Sundhnúk og hraunrennslið er til suðurs. Varnargarðar við Grindavík hafa sannað gildi sitt. Ef þeirra hefði ekki notið má gera ráð fyrir að hrauntungur, sem garðarnir hafa leitt frá bænum, hefðu náð inn í byggð. Ekki hefur reynt á varnargarða við Svartsengi. Þeim er ætlað að verja orkuverið og þá innviði sem þar eru. Í Svartsengi er framleitt heitt vatn fyrir byggðina á Suðurnesjum. 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025