HITAVEITA Í ALLAR BYGGINGAR KRÝSUVÍKURSAMTAKANNA
-sparnaður á olíuhitun nemur 3 millj. á áriNýverið lauk stóru samstarfsverkefni undir stjórn Lionsklúbbsins Fjölnis sem fólst í því að leggja hitaveitu í byggingar Krýsuvíkursamtakanna. Gömul hola við Krýsuvíkurskóla var hreinsuð upp og lagðar leiðslur að varmaskipta og áfram í allar byggingar skólans sem nýttar eru fyrir samtökin. Heildarkostnaður nemur um 8 milljónum króna.Að þessu verki komu Hafnarfjarðarbær, Hitaveita Suðurnesja, Varmaverk hf., Hitaveita Krýsuvíkur, Jarðboranir hf., Lionsklúbbur Grindavíkur og Lionsklúbburinn Fjölnir, sem átti frumkvæði að framkvæmdinni og fylgdi henni eftir. Fleiri lionsklúbbar hafa lagt málinu lið eins og Ásbjörn, Eir og lionsklúbbur Hafnarfjarðar. Heildarkostnaður nemur um 8 milljónum króna. Krýsuvíkursamtökin hafa um nokkurra ára skeið rekið vist- og meðferðarheimili fyrir eiturlyfjasjúklinga í skólahúsnæðinu í Krýsuvík. Árangur meðferðarinnar er með því besta sem gerist. Eitt af því sem hefur íþyngt rekstrinum verulega er olíukynding sem hefur að jafnaði kostað um 250 þús. kr. á mánuði eða u.þ.b. 3 milljónir á ári. Með því að minnka kyndingarkostnaðinn hafa allar reksrarforsendur heimilisins breyst til batnaðar.