Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 28. nóvember 2000 kl. 10:54

Hitafundur hjá bæjarstjórn: Hitaveita Suðurnesja og Rafveita Hafnarfjarðar sameinaðar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag samrunaáætlun Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnarfjarðar og að fyrirtækið yrði gert að hlutafélagi. Fulltrúar meirihlutans greiddu allir atkvæði með tillögunni en minnihlutinn sat hjá.
Helstu rök meirihlutans um að gera fyrirtækið að hlutafélagi, eru að innan fárra ára munu ný orkulög taka gildi og þá munu öllu orkufyrirtæki verða hlutafélög. Þessi breyting á rekstrarfyrirkomulagi HS nú gefur fyriritækinu því gott forskot á önnur fyriritæki í sama geira, að mati meirihlutans og einnig að eigendur fái hlutafallslega réttmætari arðgreiðslur. Böðvar Jónsson (D) benti jafnframt á að sérfræðingar teldur allar líkur á að verðmæti fyrirtækisins myndi aukast við þessa breytingu.
Skoðun minnihlutans er hins vegar sú að ekki sé tímabært að breyta HS í hlutafélag þar sem mikil óvissa ríki um framtíð orkumála og hugsanlegrar skattlagningar ef fyrirtækinu verður breytt í hlutafélag.
Böðvar Jónsson svaraði þessu og sagði að áhyggjur minnihlutans væru óþarfar. „Í samrunasamningum er fyrirvari sem fjallar um að ef hið nýja fyrirtæki verður skattlagt þá verður það ekki gert að hlutafélagi“
Hvað varðar samruna fyrirtækjanna þá voru allir fulltrúar sammála um að hann væri af hinu góða þar sem markaðssvæði fyrirtækisins myndi stækka og sóknarmöguleikar aukast hvað varðar virkjanaframkvæmdir og ný orkusvæði. Minnihlutinn vill samt sem áður að fyrirtækin verði endurmetin, áður en að sameiningu kemur, þar sem ýmsar forsendur hafi breyst síðan matið var gert 1998. Tillaga minnihlutans var felld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024