Hitabylgja í Reykjanesbæ!
Opinber hitamælir við Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins á Brekkustíg í Reykjanesbæ er í sannkölluðu sumarskapi þessa stundina. Um kl. 20:00 í kvöld sýndi hann 32°C hita. Það var þó ekki ástæða til að fækka fötum því lofthitamælir í bíl ljósmyndarans mældi eingöngu 11 gráðu hita.
Það má alltaf láta sig dreyma um betri tíð og óskandi að hitamælirinn segði rétt frá! Svo er bara að vona að veðurfréttakonan á sjónvarpsstöðinni POPP TÍVÍ taki mark á mælinum og klæði sig í takt við hann!
Það má alltaf láta sig dreyma um betri tíð og óskandi að hitamælirinn segði rétt frá! Svo er bara að vona að veðurfréttakonan á sjónvarpsstöðinni POPP TÍVÍ taki mark á mælinum og klæði sig í takt við hann!