Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hinn látni á sextugsaldri - Liðlega tvítugur maður handtekinn
Laugardagur 8. maí 2010 kl. 15:14

Hinn látni á sextugsaldri - Liðlega tvítugur maður handtekinn

Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd að húsi í Eyjabyggð í Reykjanesbæ laust eftir kl. 06 í morgun eftir að vegfarendur höfðu komið þar að karlmanni sem reyndist látinn. Áverkar á líkinu bentu til þess að dauða mannsins hefði ekki borið að með eðlilegum hætti.


Á tíunda tímanum í morgun handtók lögreglan liðlega tvítugan mann sem grunaður er um að vera valdur að dauða mannins. Maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Borin hafa verið kennsl á hinn látna en ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo komnu. Hann var á sextugsaldri.
Fjöldi lögreglumanna frá Lögreglunni á Suðurnesjum hefur unnið að rannsókn málsins með aðstoð lögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er þó enn á frumstigi og getur lögreglan ekki gefið frekari upplýsingar á þessari stundu.


Þeir sem telja sig geta veitt lögreglu einhverjar upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700 eða á netfangið [email protected]