Hinn eftirlýsti handtekinn í Reykjanesbæ
Tomasz Krzysztof Jagiela, sem er grunaður um aðild að alvarlegri líkamsárás í Keilufelli 35, 20. mars s.l., var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum í Reykjanesbæ fyrir stundu.
Hann er sjötti maðurinn sem er handtekinn í tengslum við málið en lýst var eftir Jagiela í gær.
Hann hefur nú verið fluttur til Reykjavíkur þar sem verður væntanlega krafist gæsluvarðhalds yfir honum.