Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Himinlifandi björgunarsveitarfólk þakkar fyrir sig
Miðvikudagur 5. nóvember 2008 kl. 16:35

Himinlifandi björgunarsveitarfólk þakkar fyrir sig

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um helgina stóð Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrir átakinu Neyðarkall frá björgunarsveitum þar sem seldur var lítill sjóbjörgunarkall á lyklakippu. Skemmst er frá því að segja að salan gekk afar vel og ljóst að Íslendingar kunna vel að meta störf sjálfboðaliða félagsins.

Landsmenn styrktu ekki einungis björgunarsveitirnar fjárhagslega með kaupum á Neyðarkalli heldur einnig með viðmóti sem gerði söluna afar skemmtilega fyrir sjálfboðaliðana en margir færðu þeim góðar þakkir fyrir störf þeirra að björgunar- og slysavarnamálum.

Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma á framfæri þakklæti til landsmanna með þessar góðu viðtökur.