Himinhátt tilboð í dýpkun í Njarðvík
Eitt tilboð barst í dýpkun hafnar á suðursvæði Njarðvíkurhafnar. Tilboðið var tæplega 205% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin sem er ráðgjafi Reykjaneshafnar við þessa framkvæmd leggur til að tilboðinu sé hafnað.
Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að hafna ofangreindu tilboði. Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að fara yfir forsendur útboðsins og koma með tillögu að framhaldi þess á næsta fundi ráðsins.