Hilmar Þór gestaprófessor við Cornell University í Bandaríkjunum
Hilmar Þór Hilmarsson Njarðvíkingur og prófessor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri er gestaprófessor (e. Visiting Professor) við Cornell University í Bandaríkjunum haustið 2015 og mun stunda rannsóknir á fjármögnun hreinna orkuframkæmda þar , einkum jarðhita. Hann hefur undanfarin ár rannsakað þátttöku alþjóðafjármálastofnana í orkuframkvæmdum í þróunar og nýmarkaðsríkjum og birt niðurstöður sínar á fræðilegum vettvangi. http://energyinstitute.
Hilmar hefur áður flutt fyrirlestra við Cornell University, þar á meðal við Cornell Energy Institute og Cornell Global Finance Initative. Fyrirlestrarnir voru birtir í bók sem kom út í New York í Bandaríkjunum haustið 2014. Hann var starfsmaður Alþjóðabankans í 12 ár og átti m.a. fundi með ýmsum sérfræðingum bankans í Washington á leið sinni til Cornell University. Alþjóðabankinn leggur vaxandi áherslu á stuðning við jarðhitaframkæmdir viða um heim. Þess má geta að Hilmar útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1982.