Hilmar og Gunnar ljúka landsgöngunni í kvöld
Göngugarparnir Hilmar Egill Sveinbjörnsson og Gunnar Júlíus Helgason ljúka í kvöld göngu sinni þvert yfir landið frá Fonti á Langanesi út á Reykjanestá. Í dag, á lokaáfanga göngunnar, munu þeir ganga frá Soginu um 30 km leið út á Reykjanestá. Þeir sem hafa áhuga á að slást í för með þeim félögum síðasta spölinn er velkomið að mæta á bílaplanið við Bláa Lónið kl. 13, en þaðan er um 15 km gangur á leiðarenda. Áætlað er að göngunni ljúki kl. 18 á Reykjanestá og hafa þeir félagar þá lagt 640 km að baki á 20 dögum. Enn þá er hægt að koma áheitum til styrktar UMF Þrótti á reikning 1109-26-4498 og kennitalan er 640289-2529.
Mynd: Hilmar og Gunnar á Þingvöllum.
Mynd: Hilmar og Gunnar á Þingvöllum.